blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, maí 06, 2009

Þvaður og meira jaríjarí

Íslenska plata vikunnar á Rás2 er Inniheldur með DrGunna. Ég er búinn að verzla mér eintak og er búinn að hlusta dálítið á diskinn. Hef að vísu ekki hlustað á Rás2 til að heyra hvað höfundurinn segir um hvert lag þegar spilað er af plötunni. Ég er eiginlega kominn með drullu af Rás2. Menn verða frekar þreyttir á sömu útvarpsmönnunum þegar ekkert er í boði nema sama útvarpsstöðin í langan tíma eins og á sjónum. Þá hefur ipodinn reddað geðheilsunni. Fékk fyrst skitu af völdum Rás2 þegar ég var krakki í sveitinni heima. Þá kom maður heim úr skólanum að éta í hádeginu og Gestur Einar var með þáttinn Hvítir Mávar. Þá þurfti maður alltaf að heyra þvaðrið í honum á meðan maður þvældi í sig ýsu eða slátri. Vond æsku minning þar. Reyndar þótti skemmtilegt þegar unnið var í Laugafiski að faxa einhverjar falskveðjur í þáttinn og láta manninn lesa upp eitthvert helvítis rugl í útvarpið. Sumt var svo mikið andskotans rugl að Gestur átti það til að henda frá sér blaðinu og byrja á einhverju öðru. Þá lágum við vinirnir sem stóðum að þessu fram á glenningarborðið öskrandi úr hlátri. En vesen varðandi útvarp snarlagaðist nú þegar loksins var farið að senda Bylgjuna út frá endurvarpsstöðinni á Skollahnjúk. Þá fengum við loksins smá fjölbreytni í Reykjadalinn. Sama sumar og Bylgjan var fyrst send út þarna heima var þátturinn, mig minnir Tveir Með Öllu. Já þetta var í eldgamladaga.

Svo fékk ég þessa flottu nba-mynd inn um póstlúguna um daginn Július Erving í Topps 79-80. Gaman gaman nema hvað að nú þarf helst að gá að sér með sendingar frá Amríku vegna Svínaflensunnar. Phihihi

Engin ummæli: