blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, maí 19, 2009

ÍReykjavíkandskotinnerþetta

Þá er maður mættur í borgina á nýjan leik. Ég svaf á stíminu frá Þingeyri til Grindavíkur hér sem segir: 10:00 - 19:30. Þá skrapp ég upp og jat súpu hjá kokknum og fór á kjaftatörn við nokkra skipsfélaga uppí skipsprú. Fór svo aftur að sofa um 22:00 og vaknaði upp aftur klukkan 02:30 og gat ekki sofnað aftur. Núna er að koma kvöldmatur og ég búinn að vaka mig vitlausan.

Hér er svo myndband með vini mínum honum Finni. En kann er sannur listamaður í því sem hann tekur sér fyrir hendur, hvort sem það er tónlist, myndlist eða að sitja fyrir á dindlinum. Finnur er Reykdælingur eins og undirritaður og því æskufélagi minn líka. En hvað músík snertir þá voru menn oft að þeyta skífum og spila á hljóðfæri saman í gamladaga. Já, ýmislegt var brallað. Það er meira að segja til einhverstaðar segulbandsupptökur með okkur Finni að syngja og spila á hljóðfærin, oftast ég á hljómborðið hans Trausta og Finnur með gítarinn. Það þarf að grafa helvítis kasettuna upp og reyna að finna einhvern sem hefur tök á að setja gúmmilaðið inn á tölvu. Þá sjálfsagt emmpéþría ég því hér niður í leiðinni.

Engin ummæli: