blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

laugardagur, maí 16, 2009

Draumavinur



Í nótt dreymdi mig að ég væri niðrí bæ á pöbbarölti ásamt vini mínum sem er ekki til í raunveruleikanum. Var þessi vinur minn hár að vexti skolhærður á fertugsaldri. Þetta var fyrrverandi togarasjómaður en daginn í dag starfandi kafari. Hann reykti Lucky Strike og svona almennt geðgóður í alla staði. Hann blótaði mikið yfir þeirri heimskulegu hjátrú að ekki megi elda svið úti á sjó því að slíkt boðar brælur og vond veður. Já við vorum alveg sammála um það og í raunveruleikanum er ég líka viss um að þetta sé komið frá einhverjum skipstjórafávita sem hafa þótt vond svið, logið þessu að hjátrúarfullum skítkokknum og kokkurinn síðan blaðrað þessu út um allt og úr orðið þessi asnalega hjátrú. Sjálfsagt hefur þessi skipstjóri verið einhver eigingjarn og sjálfselskur leiðinda skíthaus sem þurfti endilega að koma eigin sérvisku yfir á aðra. Meira andskotans fíflið. Ekki man ég meira um hvað okkur vinanna fór á milli nema hvað að hann langaði á sjóinn aftur en gat það ekki út af hnémeiðslum. Dálítið miss yfir því. En ekki veit ég hvað þessi draumur táknar en hann draumur situr í mér. Kannski er þetta einhver sem ég á eftir að kynnast síðar.

Annars er þetta góður dagur í dag, því að nákvæmlega uppá dag hef ég verið laus frá brennivínsdrykkju og öðrum boðefnasvindls efnum í 10 ár.

Engin ummæli: