Demo og take one
Það er nú meiri fjársjóðurinn þegar maður dettur niður á kasettu fulla af 13 ára gömlum rugliupptökum sem ég og Finnur tókum upp í ölæði, enda við báðir virkir og bullandi alkar í þá daga. Eitthvað tengist þetta ástarsorgum okkar beggja. Kærastan ný búin að dömpa kallinum og ég í tjóni eftir að hafa verið hafnað af stelpuskjátu sem ég var skotinn í og allt í veseni. En þá settumst við niður með gítar og hljómborð og útkoman varð þessi og textarnir eru ekki við hæfi barna. Ég held að á seinna laginu séum við eitthvað að reyna að apa eftir The Beatles þeð með því að setja trommuendi við lagið eins og þeir gerðu með Strawberry Fields Forever. Ég veit það svo í sjálfu sér ekki afhverju við kölluðum lagið sem ég póstaði hér að neðan "Hið fallega og hið ljóta" frekar en "Hosuþjapparinn". Ég kýs að nefna það hosuþjapparann. Ég þakka svo doktornum kærlega fyrir tæknilega aðstoð við að koma þessu af kasettunni yfir á tölvutækt form.
Stonekey & Spritti - Hosuþjapparinn(demo)
Stonekey & Spritti - Hosuþjapparinn(take1)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli