Kaffiandinn tekur völdin
Kaffiandinn sem Þórbergur Þórðarson talaði stundum um. Ég veit ekki havaða fyrirbæri það er. Sennilega einhver draugur sem drekkur kaffi í gegn um fólk eins og þessar sálir látinna alkóhólista drekka vín í gegn um fyllibyttur sem ennþá lifa á jörðinni. A.m.k. lét þessi kaffiandi mig drekka þrjá sterka kaffiskammta í morgun. Kannski er þetta sjálfur Þórbergur sem drekkur kaffið í gegn um mig. Ég veit allavega að það eru til draugar sem drekka brennivín í gegn um fólk og þeir voru nokkrir draugarnir sem fengu sér neðan í því í gegn um mig þegar ég var hvað virkastur í mínum alkóhólisma. Hvort það var Þórbergur sem þarna var á ferðinni veit ég ekki. Veit ekki til þess að hann hafi verið neitt sérstaklega blautur í lifanda lífi en hann drakk samt brennivín og hann bruggaði ásamt eiginkonu sinni áfengan drykk sem þau kölluðu Þorláksdropa. En ég hef nú ekki lesið um það að hann hafi verið alki. Og þó ég þekkti mannin aldrei. Getur vel verið.
---------------------------------
Þetta er ágætt lag. Hlustaðu á þetta segi ég.
X - Nausea
Engin ummæli:
Skrifa ummæli