blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, júní 18, 2010

Peningar og plötur

Mér áskotnuðust þessir seðlar. Þetta var nammi peningurinn einu sinni í viku þegar maður var sirka sex ára, brúnn fimmtíukróna seðill með Guðbrandi Þorlákssyni(1541-1627). Helvíti hefur hann Guðbrandur náð að verða gamall. Svo er það græni hundraðkallinn með Árna heitnum Magnússyni en hann fæddist s.k.v. uppl. á seðlinum 1663 en svo dó hann árið 1730. En þegar ég varð eitthvað eldri, átta ára eða eitthvað eða þegar þeir hættu að prenta út þessa fínu brúnu seðla, þá var nammipeningurinn hækkaður upp í hundraðkallinn hverja viku. Svo þegar hundraðkallinum var breytt í klink, var löngu búið að leggja af vikulega nammipeninga til mín sökum aldurs og of hárra tekna af vinnuskóla og svo síðar Laugafisks. Gaman að eiga svona seðla.
--------------------------------
Ég var að kaupa mér plötuspilara. Það er góð fjárfesting og nú get ég rippað yfir á mp3 það sem ekki er fáanlegt af vínyl með öðrum hætti. Ég hlustaði mikið á plötur á tímum nammi peninganna. Þetta voru vínylplötur Gæja bróður. Ég var hrifinn af pönkinu og þeytti Rokk í Reykjavík af mikilli ástúð. Svo átti hann þessa plötu með Tappa Tíkarrass sem ég snéri undir nálinni af alúð. Ekki skemmdi það að trommari hljómsveitarinnar Guðmundur Gunnarsson sem nú trommar með Fræbbblunum flutti í sveitina heima. Vappaði ég oft í kringum hann þar sem hann var kokkur á hótelinu á Laugum. Það var fjör.

Tappi Tíkarrass - Get ekki Sofið

Engin ummæli: