blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, júní 30, 2010

Lögguhasar

Síðastliðna nótt vakti löggan mig með því að berja að dyrum og sagði við mig, manninn sem var búinn að sofa seinustu tvo klukkutímana að hringt hefði verið og kvartað út af hávaða úr íbúðinni(sem ég lá sofandi í). Þetta var eitthvað brambolt og eins og verið væri að ganga í skrokk á einhverjum og svo öskur. Einn lögreglumaðurinn talaði eitthvað um setningar eins og "Ég skal drepa þig". Ég stóð nú þarna á brókinni fyrir framan þá og klóraði mér í hausnum. En ég varð nú ekkert var við nein læti heima hjá mér en það var að vísu talað um læti þegar ég fór að spæja málið daginn eftir en þau voru ekki í minni íbúð. Annars er ég nú ekki vanur að vera með slíkan djöfulgang heima hjá mér eða þá að ráðast á heimilisfólk í mínum húsum. Annars eru nú sittlítið af furðufuglum í þessari blokk. Kerling sem talar aldrei og tekur ekki undir kurteisiskveðjur á borð við "góðan daginn" Eitt sinn bauð ég góðan daginn en hún herti bara á göngunni og strunsaði með innkaupapokana sína inn til sín. Svo er kjafta kerling í húsinu sem er með augun í hnakkanum og á snípnum og veit allt um alla og veit líka flest um alla í næstu blokk. Svo er það geðveika kerlingin. Hún sér pöddur og skordýr út um allt og er hin dólgslegasta með að leggja kjaftakerlinguna í einelti. Inná þessu liði hangir oft eitthvað misgáfulegt lið sem er víst til að vera með barsmíðar og líkamsárásir. Kannski kom þessi hávaði frá annarri íbúð hérna í húsinu og einhverjum stútað sem finnst þá ekki fyrr en ég fer að finna nálikt og hringi á lögregluna. Það gæti alveg verið. Þá get ég kannski skammað löggukallana sem komu til mín og vöktu mig um hánótt með því að ramba ekki á rétta íbúð.