blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, júní 14, 2010

Lofttæmi

Stundum langar mig ferlega að skrifa. Maður veit að handan við hornið er eitthvað magnað sem maður veit að maður getur spunnið upp og samið. Það eru kringumstæður, samtöl og atburðarrásir sem ég næ ekki að koma frá mér. Puttarnir neita að pikka á lyklaborðið heilinn neitar að drífa heilastöðvarnar. Allt er lamað og engar hugdettur koma í ljós. Viti þið hvað þetta er kallað. Það kallast lofttæmi. Það er ekkert á seyði og ekkert að gerast. Engin þungi. Ekkert flæði né hreyfing. Engar sveiflur, blæbrigði né breytingar. Og ef hlustað er grannt, heyrist hvorki tónn, hrynjandi nér taktsláttur. Bara..... alls ekkert. Þannig er líf mitt orðið. Lofttæmi.

Engin ummæli: