blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, desember 09, 2010

Alkaseríur

Búinn að hengja upp jólaseríur í kvöld. Ég ætlaði nú aldrei að hafa mig í það. Verst að maður hefur sig sjaldnast í að taka þær niður fyrr en á vorin eða um mitt sumarið. Bóndi nokkur tók aldrei útiseríuna af þakskegginu hjá sér og skipti bara út ónítum perum þegar leið að jólum. Annars átti hann það til að hella sig fullan þarna heima hjá sér á bænum þar sem hann bjó einn og þurftu bændur og hjú á næstu bæjum í nágrenninu ekki annað en að rýna aðeins út um gluggan en þá var hann ævinlega búinn að setja útiseríuna í samband, sama hvaða mánuður var í gangi. Bara að ljósin voru kveikt var merki um það að karlinn var fullur að hella uppásig þarna heima hjá sér. Æi voðalega fannst manni það klént að vera fullur einn heima, þá sjaldan sem það þó gerðist sem betur fer. Það er hund leiðinlegt en þegar maður er alki spyr Bakkus ekki að því hvað manni finnst gaman að gera á filleríi. Maður hellir bara í sig.
--------------------------------------
Maður lumar stundum á einhverju drasli oní kassa. Ég fann "Best of 80's" Eitthvað alveg á bólakafi í einum kassa uppá lofti. Rippaði ég þennan disk að gamni mínu og pósta hér tveimur lögum af þeim diski hérna. Ágætt svona af því að ég fann þennan disk sem ég vissi ekki einu sinni að ég ætti.

Miquel Brown - So Many Men, So little Time


Sister Sledge - Everybody Dance

Engin ummæli: