blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, desember 06, 2010

Draumur um straum

Mig dreymir ýmislegt rugl um þessar mundir en þó er það ekkert sem situr í mér. Látnir sem ég þekkti hér áður en þeir yfirgáfu þennan heim hafa ekkert verið að koma til mín í draumaheimi eins og svo oft áður né hef ég ekki heldur verið að vakna um miðja nótt eftir drauma mína með ónot í sálinni. Samt, Fólkið mitt hefur verið að koma saman í draumaheimi og halda veislur eða bara öll stórfjölskyldan að hittast það er náttúrulega bara indælt.
Senn fer svo að líða að því að kökuheflið verði tekið fram og flattar verða út laufakökur sem síðan verða skornar út. Það fjandans laufabrauð sem maður fær út í búð tilbúið til laufaskurðar eða bara alveg tilbúið er auðvitað ekki hægt að kalla laufabrauð. Nei, það verður að vera með laufskorningi í kantana og hafa laufin uppábrett og svo steikt uppúr tólg en ekki uppúr þessari fjandans jurtafeiti. Þetta er ekki laufabrauð þetta helvíti. Ég er sennilega of þingeyskur fyrir þetta drasl enda alinn upp við það að éta heimagert og almennilegt laufabrauð.
Jæja, ég ætla svo að lesa bókina 19.nóvember sem ég keypti mér í gær. Vita hvað hann ætlar að leysa frá skjóðunni varðandi Geirfinnsmálið þessi rannsóknarlögreglumaður úr Keflavík. Held bara að hann sé að reyna að réttlæta klúðrið í bókinni þessi maður. En við skulum sjá.

--------------------------

Þetta er gott. Það er fjör í þessu.

Tom Jones & Tina Turner - Hot Legs

Engin ummæli: