blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, desember 14, 2010

Það væri gaman

Hver vill ekki eiga Leirfinn ? Ég væri svo vel til í að fá að taka mót af leirhausnum úr Geirfinnsmálinu og hafa hann svo í stofunni heima hjá mér. Er það ekki fín bissneshugmynd að fá einkaleifi á hausinn og framleiða svo Leirfinn á færibandi og selja síðan í Kolaportinu. Ég myndi bera mig eftir því ef ég væri myndhöggvari. Saga á bak við þennan haus og allt og er svo bara kominn í stofuna mína. Það væri magnað. Annars væri ég líka til í að hafa myndastyttuna af Rúnari Júl. sem enginn vildi kaupa nema fyrir skít og kanil og hafa hana í stofunni hjá mér. Kannski útí garði með fallegu blómabeði í kring. Ætli myndhöggvarinn sitji ennþá uppi með gripinn?
Núna ætla ég að taka til í veiðidótinu og ganga frá því inn í geymslu. Hef ekki komið því í verk fyrr en núna. Að vísu setti ég stangirnar mínar inn í geymslu um daginn með trega og munu þær ekki verða teknar aftur fram fyrr en næsta vor.
----------------------------
Jólin eru á næsta leiti og því ekki annað að gera en að mp3ast eitthvað með jólalögin. Þetta er nú aldeilis skemmtilegt. Held það nú bara.

Trans-Siberian Orc Estra - Wizards In Winter

Engin ummæli: