blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, desember 03, 2010

Hvað er eiginlega í gangi hérna ?


Meiriandskotans sterkjan þessar Yum Yum núðlur. Baneitrað en helvíti gott. Ég kann vel við vel kryddaðan mat. Það þarf svolítið að venjast þessu. Ég var eitt sinn með tælendingum á sjó sem átu núðlur í hvert mál og stráðu chillí yfir þær eins og kanil á grjónagraut, hrærðu upp í því og settu svo meira. Þetta átu þeir svo með beztu lyst á meðan ég reyndi að éta það líka en það endaði allt með því að ég snéri mig frá borðinu í einum keng, hrópandi á kokkinn að færa mér mjólkurfernu. Mjólk virkar nefnilega best til að réna sviðann af piparnum. Öldin er önnur núna og ég háma í mig chilli og jalapenjo eins og að éta gulrætur. Voða gott alltsaman. Reyndar, í sambandi við Yum Yum, var mér sagt að ef maður færi inn á ákveðna staði í Bankok og bæði um Yum Yum þá fengju menn ákveðna þjónustu sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér.
------------------------------
Þetta er eitt af mínum uppáhalds. Ég hef engin frekari orð um það meir.

Snake River Conspiracy - You And Your Friend

Engin ummæli: