blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, desember 30, 2010

Nú er það svart

Dagurinn er farinn að lengjast þó að við séum ekki farin að taka eftir því varanlega. Ágætt að vita af því samt. Þó er svosem ágætt að hafa myrkrið yfir sér. Ég reyni svo að halda í vonina um gleðilegt ár en ætli þetta verði ekki sama tuggan og vanalega þar til að ég geri mér vonir um það sama daginn fyrir næstu áramót. Þannig hefur það a.m.k. ævinlega verið alla mína hunds og kattartíð. En ég nenni ekki að velta mér uppúr þessu, þetta tifar allt saman. Ég ætla að halda áfram að lesa Snjóblindu eftir Ragnar Jónasson. Þessar fyrstu 60 blaðsíður lofa nokkuð góðu og halda manni ágætlega við efnið. Það er svolítið dramaívaf í þessum krimma. Þetta er fínt. Ég held að ég fái mér rúgbrauð og síld til að éta á meðan ég les. Svolítið malt og laufabrauð með líka. Já vá ég var að muna ég á nóg af laufabrauði ennþá, vei. Svona er að vera duglegur að breiða út og skera í og steikja.

Notorious B.I.G. - Hypnotize

Engin ummæli: