blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

laugardagur, janúar 08, 2011

Diskakrot


Og auðvitað varð ég að hlaupa upp til handa og fóta. Þeir Frank og Casper árituðu fyrir mig dvd diskana þegar þeir voru síðast hérna á grjótskerinu kalda en ég þurfti að vera svo mikill asni að vera búinn að lána einn diskinn, þannig að það var allt safnið áritað nema þessi eini sem var í láni. Þar sem þeir hafa verið á landinu síðustu daga, skellti mér í skó, stökk uppí bíl og brunaði í bæinn og sat svo fyrir þeim þar sem þeir áttu leið um. Þeir voru hressir að vanda, árituðu þetta eina eintak sem var eftir óáritað og kjöftuðu alveg helling. Þetta eru fínir gaurar.
---------------------------
Ég var að klára að lesa Snjóblindu. Þetta er sæmilegasti krimmi, stíllinn góður og fléttan stórgóð. Þurfti samt að gefa mér pásu og pásu inn á milli því að þetta var ekkert að grípa mig neitt rosalega. Öll spennan var sumsé í lágmarki. Samt er alltaf gaman að lesa glæpasögur sem gerast annarstaðar en í Reykjavík þar sem sögusvið bókarinnar er Siglufjörður. Þar sem ég hef þá klárað Snjóblindu og Furðustrandir þá er ég búinn að taka upp Ég Man Þig eftir Yrsu sigurðardóttur. Hlakka til að sökkva mér oní þá skruddu.

Engin ummæli: