blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, janúar 04, 2011

Hundsstirðningur

Já ok, ég var ekkert búinn að blogga á nýja árinu. uhh.. já, ég.. ég finn allavega ekki muninn á 2010 og 2011 mér líður bara eins en þá er bara að bíða eftir því að það komi eitthvað meira fun úr því að jólin eru að verða búin. Það verður væntanlega þorrablótast eitthvað og svo koma páskar og þá fer maður að bíða eftir nýju sumri. Og þá er hægt að fara og veiða eitthvað. Ég kíkti reyndar upp að Reynisvatni í gær en það var auðvitað enginn ís til að dorga niðrum. Smá klakaþil yfir vatninu og vatn yfir því sem var rértt svo frosið þannig að hundur hefði dottið í gegn um það. Nei ég bít bara í súra eplið og bíð eftir því að það vori og fer þá að veiða. Bíða bíða alltaf að bíða.

Engin ummæli: