blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, janúar 26, 2011

Það er best að ég bloggi

Já já ég er að reyna að vera í gír. Ég er ekkert að gera og fylgist ekki einu sinni með fréttum. Skrifin eru í lágmarki þó að ég velti stöðugt fyrir mér lífsins gátum. Ég er búinn að lesa bók sem nefnist 19. Nóvember. SKO..... Bókin er æviminningar Hauks Guðmundssonar fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns í Keflavík. Hann ásamt öðrum sá um svokallaða Keflavíkurrannsókn Geirfinnsmálsins og segir þar frá hinni árangurslausu rannsókn þar sem enginn komst til botns í neinu og ekkert varð til þess að nokkuð kom í ljós um afdrif Geirfinns. Mér finnst samt eitt athyglisvert þegar ég hef lesið þessa bók, þar sem ég hafði áður lesið þetta, að umræddur X, hafi hvergi komið við sögu þessarar rannsóknar. Gvend fór þegar að gruna ýmislegt ljótt þegar skoðað er að bæði X og Haukur eru jafnaldrar og hafa báðir eytt æskuárum sínum í sama sjávarþorpinu, Vogum á Vatnsleysuströnd. Samsæriskenning mín er sú að þeir hafi þekkst frá blautu barnsbeini, verið æskufélagar og X því treyst sínum gamla vini fyrir þessu ljóta leyndarmáli og Haukur því reynt að draga athyglina frá X í þessari Keflavíkurrannsókn og rannsókn málsins verið tóm endaleysa og eitt stórt leikrit.
Hvað er hæft í því að teiknari úr Keflavík, Magnús Gíslason hafi sagt svo frá að lögreglumenn hafi látið sig hafa Ljósmynd af Magnúsi Leópoldssyni til að láta hann líkjast leirstyttunni sem gerð var eftir lýsingum af manninum sem kom í hafnarbúðina í Keflavík þann 19. Nóvember, kvöldið sem Geirfinnur hvarf? Hæpið að hann hafi verið að ljúga því að gamni sínu. Hvað olli því að mennirnir sem Geirfinnur hafði mælt sér móts við fundust aldrei og því gáfu þeir sig aldrei fram ? Hvers vegna var verið að tengja hvarf Geirfinns við spírasmygl ? Ég hef heyrt sögur um það að X hafi staðið í slíkum innflutningi og hafi hagnast verulega með því. Maður vonar að þeir sem bera ábyrg á hvarfi Geirfinns og viti hvar hann liggur geymi í banka hólfi upplýsingar um það hvar honum hefur verið komið fyrir eða glopri því þá út úr sér á dánarbeði bara til þess að börnin hans geti haldið honum útför. Ég vil engan meiða með þessum skrifum ég er réttsvo að hugsa upphátt og segja ykkur hvað ég held. Það sem ég held um þetta mál er að þeir sem að sáu um að rannsaka hvarf Geirfinns hafi ekki hreina samvisku, enginn þeirra og höfuðpaurar þessara rannsókna bæði í Reykjavík og í Keflavík viti sitthvað um það sem gerðist í raun og veru þar sem eitthvert hippagengi úr Reykjavík sem fíflaðist við að smákrimmast og reykja hass hafi verið tekið og barið og pyndað til þess að játa á sig Geirfinnsmálið. Og svo til púsla þessum hippum saman í grjótið og til að hafa þau inni sem lengst tókst þessum herramönnum að klína á þau annað mannshvarf ótengt Geirfinnsmálinu.
Ég vissi í rauninni ekkert þennan Hauk var né afhverju leirstyttan ætti að hafa verið smíðuð eftir ljósmynd af Magnúsi Leópoldssyni. Einhvernveginn fannst mér samt vanta kubb í púsluspilið um X en bíngó þarna las ég þessa ævisögu og sá púslið sem vantaði og styrkir þá kenningu Guðrðunar Magneu Helgadóttur sem allir segja að sé geðveik og kolklikkuð kerling. Ég held bara að mergur málsins sé að við séum of miklir þorskhausar til að ætla að standa í að gera nokkuð frekar í þessu máli, láta þetta viðgangast eins og annað, láta ríða okkur í rassgatið allstaðar í öllu þar sem réttlætið ætti að ná fram að ganga jafnvel þó að einhver komi með eitthvað nýtt og eitthvað öðruvísi en annað án þess að viðkomandi sé dæmdur geðveikur og ekki viðbjargandi. Þetta réttarkerfi er bara svo gjörspillt og svo margir með óhreinar hendur í þessu máli að það verður aldrei tekið upp jafnvel þó að ljóst sé hvernig málin liggja. Maður vonar bara að einhver sem veit þetta auli því út úr sér á áður en hann drepst og segi frá hvar Geirfinnur var dysjaður svo að fólkið hans geti haldið honum sómasamlega útför.
Jæja, það er best að hella upp á kaffi núna.

Engin ummæli: