blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, janúar 16, 2011

Látinn

Sænski leikarinn Per Oscarsson dó um daginn ásamt konunni sinni þegar það kviknaði í húsi þeirra hjóna. Ömurlegt að Per og frú hans skuli hafa hvatt þennan heim með svo sviplegum hætti. Per Oscarsson kom mikið fyrir í bíómyndum og hlutverkin því óteljandi. Mér þótti hann alltaf helvíti góður hvar sem honum brá fyrir í stærri eða smærri hlutverkum en mér eru minnistæðastir þættirnir Polisen sem voru sýndir á RÚV einhverntímann um og uppúr 1995 þegar ég var unglingsgrey. Þetta voru léttir lögguþættir í þremur eða fjórum seríum þar sem Per Oscarsson lék aðal löggukallinn Gustav Jörgensson. Í einum þáttanna teygði sögusviðið sig alla leið hingað til Íslands þar sem atriði áttu sér stað við Goðafoss og Mývatn(Þeir hefðu betur átt að staldra við á milli þessara tveggja staða taka atriðin upp á Laugum *prump*). En góðir þættir og ég passaði uppá að missa ekki af neinum þeirra og já, blessuð sé minning þessa snillings.
--------------------------------------------
Svo fyrir ári og mannsævi síðan þá datt ég niður á endalagið úr Polisen og hélt því til haga einhverra hluta vegna. Já já það er þá best að ég láti það þá fylgja með úr því að ég á það til.

Endalagið úr Polisen

Engin ummæli: