blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, janúar 05, 2011

Alltaf í boltanum

Núna á ég Kobe Bryant treyju. Var að spá í að versla mér Rambis treyju næst. Kurt Rambis var flottur þó hann væri bara svona meðal lúði í NBA-deildinni en fékk mesta athygli út á hormottu og gleraugu. Bara svona fyndinn lúði og lala leikmaður. Hann er að vísu núna sem einhver framkvæmdablabla kall eitthvað hjá einhverju liði í NBA núna. Sá viðtal við hann á nba-tv fyrir fáeinum árum þar sem hann var greinilega kominn með linsur og búinn að skafa burt mottuna. Asnalegt að sjá hann þannig. En nú fer senn að styttast í NBA Allstar weekend og ætla ég að fylgjast með því á Stöð2 Sport. Jei þetta dæmi verður haldið í L.A. Djöfull væri ég til í að vera þar.
------------------------------------------------------

Þetta er gott. Það lífgar umhverfið við og maður byrjar ósjálfrátt að dilla sér við þetta. Dilla sér silla sér dilla sér dilla sér dilli dilli dill...


Louis Armstrong & Danny Kaye - When The Saint Go Marching In

Engin ummæli: