Ég sá mömmu skjóta jólasvein,
við jóla tréð í stofunni í gær.
Ég læddist létt á tá, til að líta líkið á.
Ég hélt hann væri steinrotaður blóðpollinum hjá.
Jæja þá er bara komið kvöld og ekkert sniðugt búið að gerast. Æi kvöldið er bara búið að vera eitthvað svona bla bla bla bla bla og þar fram eftir götum. Jú jú kaupa í matinn koma við á Kaffi París, hitta þar engan sem maður þekkir, kjafta í símann eða senda sms. Ég ætla að kíkja í kringluna á morgun en þá kaupi ég sennilega adsl búnað og kaupi líka eitthvað af jólagjöfum.
Ég kom við í Fröken Reykjavík til að fá mér kók og pylsu en rak þá augun í séð og heyrt sem var þar í hillu. Það var mynd að Guðmundi Sesar og Jóni Baldvin og fyrirsögnin var: Gamlir sjó félagar. Rifu kjaft og reyktu hass.
Það er þá svona, Jón Baldvin barasta gamall hass haus. Það væri kannski vit í því að fá sér jónu eða kíla á fötu með þeim félögum við tækifæri. Ég sé nú samt Jón Baldvin ekki fyrir mér skakkan þarna í sendiráðinu, en maður veit aldrei. Annars er nú Guðmundur að gera góða hluti með því að láta handrukkarana ekkert abbast uppá sig. Ég veit það ekki,en ég myndi nú sjálfur trompast ef einhver myndi selja 14 ára dóttur minni dóp. Ég held að sá sölumaður mætti eiga von á því að fá af sagaða hagla byssu upp í rassgatið og svo yrði hleypt af. En að sjálfsögðu yrði hann tekinn og kvellgeldur á undan.
Í fyrra dag heim sótti ég Börk kunningja minn en hann er ný kominn af sjónum. Það varð svo úr þessari heimsókn að við fórum út í búð og keyptum okkur hamborgara og meðlæti, fórum svo aftur heim til hans og matreiddum. Börkur er nú matmaður mikill og kann að matreiða allan andskotann. Hann gaf mér nokkur góð ráð í sambandi við sósugerð eða uppbökunina og hvernig gera má sósur matarmiklar af litlu hráefni. Það er oft mikið mál að gera góðar sósur og stundum getur slík vinna tekið marga klukkutíma, en þá er maður líka að gera alveg gæða mat. Jæj þá fer maður að drattast á næturvakt og að því loknu fer maður heim og skilar af sér einni köku tegund fyrir svefninn. Besss
Engin ummæli:
Skrifa ummæli