blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, desember 26, 2002

Haaaaa, já, bara kominn annar í jólum og bara komið frozt hérna í Reggjavigg. Það var bara svona hiti og rigning á aðfangadaginn, svona September veður. Þá kom þessi fílíngur að fara að smala uppí heiði fara í réttir eða rölta inn á sláturhús og byrja á að vinna við að stúta rollunum. En þetta er víst allt gert í september, smölun og sláturtíð. Ég var nú einu sinni að vinna á sláturtíð. Það var þegar ég bjó á Akureyri og þá vann ég vita skuld hjá KEA. Ég var settur í það djobb að klippa lappirnar af skepnunum. Sko fyrst er kindin skotin og hent á færibandið, svo er hún blóðguð og hausinn skorinn af, síðan er hún rist aftur úr löppunumog framúr löppunum svo eru lappirnar klipptar af. Svo er skorið…æi ég nenni ekkert að lýsa þessu svona á blogginu mínu. Þið verðið bara að fá ykkur vinnu á sláturhúsi á meðan sláturtíð stendur yfir. Ég get samt sagt það að þetta er einn af þeim semmtilegustu vinnustöðum sem ég hef unnið á. Jájá það var farið með klámvísur og rímur, svo var það líka liðið að menn fengju sér aðeins neðaníðí eða kannski einn eða tvo bjóra. Þeir voru nú alltaf banna mér að drekka þar sem ég var nú að nota hættulegt verkfæri við vinnuna og algjör hænuhaus að auki(enda bara 16ára þá), en ég óhlíðnaðist það nú auðvitað alltaf. Menn voru nú samt aldrei beinlínis fullir þarna. Hvorki ég né aðrir. Jú ég man að einn kallinn þarna sofnaði með sópinn í höndunum og síðasta daginn fóru einhverjir tveir nærri því að slást eftir vinnu. En það kemur fyrir bestu menn. Svo var að sjálfsögðu haldið sláturhús ball í lok sláturtíðar með tilheirandi slagsmálum, framhjáhöldum og bömmerum. Ég fór nú töluvert snemma af þessu balli eða svona um þrjú-fjögurleitið vegna þess að ég var orðinn svo fullur og vitlaus, ælandi og spúandi í allar áttir svo að ég fékk einn vinnu félaga minn sem var edrú þarna að ég held til þess að skutla mér heim. Ég heyrði svo sögur af slagsmálum þarna, daginn eftir. M.a. um að verkstjórinn hefði kílt í gegnum rúðu þarna og skorist illa á hendinni og eitthvað fleira í þeim dúrnum. Já það er fjör að vera á sláturtíð. Það er alltaf þessi létti andi yfir þessu eða svona sérstakt andrúmsloftið, svo ég gæti vel hugsað mér aðra slátur tíð seinna. Það var líka gaman að búa á Akureyri. Það var ýmislegt brasað. Það stóð til að ég færi að spila á gítar í punk hljómsveit með Brabra, Helga Magra, Ásgeiri og Lúlla en það varð eitthvað minna af því, en maður tók samt í hljóðfæri með þeim af og til. Já aður var nú alltaf eitthvað á sukkinu þarna með þeim og þá þvældist maður í alltaf einhvern hljóðfæraleik með þeim. Já og svo má ekki gleima Trausta á Gásum og Bomma frá krossanesi eða Svenna Súkku og fleirum og fleirum. Já Akureyri er góður staður.
Phhhhhhhhhhh maður er bara komin með bullandi ræpu af öllu konfektinu sem ég fékk í jólagjöf, úff maður er bara á klósettinu mestan daginn hérna. Þetta er agalegt helvíti maður, en jæja ég fékk nú fleira heldur en bara konfekt í jólagjöf. Ýmislegt snyrti dót og föt. Fékk nokkra bloi, nýja Bubba diskinn og gullkeðju frá Issu. Ég fékk líka nokkrar bækur. Ég fékk t.d. bókina "Andslælis á auðnuhjólinu", eftir Helga Ingólfsson og bókina "Fyrstur til að deyja" eftir James Patterson, sem er spennusaga. Svo gaf mamma mér "Röddin" sem er eftir Arnald. Ég er kominn vel á leið með það snilldar verk og er djúpt snortinn. Ég er auðvitað búinn að lesa allar hinar bækurnar sem eru Dauðarósir, Mýrin og Grafarþögn sem eru allar um Erlend rannsóknarlögreglumann og samstarfsfólk hans. Já hann Arnaldur skrifar snilldar vel, enda hlaut hann, með Mýrinni "Gler lykilinn" í verðlaun fyrir bestu norrænu spennubókina en mér finnst Mýrin líka besta bókin sem ég hef lesið eftir arnald. Hins vegar byrjaði ég á "Nóttin hefur þúsund augu" eftir Árna Þórarinsson en fannst hún ekki grípa mig eins og Arnaldur gerir með sínum skáld verkum en Árni er líka ágætur. Hahh.. ég rakst á dáldið skondið inni á tilverunni, smellið hér. Sniðugt er það ekki. það er svo best að hætta þessu bulli og fara að gera eitthvað

Engin ummæli: