blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, desember 02, 2002

Látum okkur nú sjá…Nei ég gerði lítið í dag. Jú ég skrapp í bankann og Lögheimtuna til þess að borga eitthvað af þessum helvítis skuldum, en það grynnist alltaf meira og meira á þessu skuldar fargani. Já já bráðum verður þetta allt saman búið. Þá ætla ég að kaupa mér bíl og flytja á norðurlandið. Eða ég kaupi bíl ef ég kemst á sjóinn, sem verður vonandi einhvern tíma á þessari öld. Það er bara svo andskoti dýrt að hafa bíl í rekstri. Það þarf að kaupa bensvín, endurnýja dekkin, borga bifreiðagjöld og borga blessaðar tryggingarnar. svo ef bíllinn er gamall þá þarf alltaf að vera standandi í einherjum viðgerðum, svo að bíllinn er dýr útgerð. Svo er hellings úlval af þessu bíladrasli sem kemur til greina að ég kaupi. Ég held að það verði Charade, Corolla eða Lada. Eitthvað svona gamlt drasl. Maður er orðinn tja, ágætur að gera við svoleiðis dósir.
Hahh ég fann einhverja gamla klámspólu sem að ég hélt að ég væri löngu búinn að týna, henda eða selja. Tjahh allstaðar leynast gullin í draslinu hjá manni. Ég fór með þetta beint í vídeóið og leit þar á. Hvað haldiði. Það var enginn nema Ron Jeremy að gamna sér við einhverja stelpu skjátu og þegar atriðið var búið var bara talað alveg helling við Ron. Hann var eitthvað að suða eitthvað um kærustu sem einhver ansi náði undan honum. Hún var tvítug og hann á sínum aldri. Hann var eitthvað að barma sér yfir því að hann væri orðinn meira en fetugur og því erfiðara að ná sér í raunverulega kærustu og því léttara að stinga þeim undan honum. Hehe..Þegar ég var í tíundabekk í Hafralækjarskóla gerði ég alltaf pöntunarlista yfir bláar myndir fyrir strákana sem voru í níunda og áttunda bekk og hvað þeir vildu mikið af spólum hverju sinni. Síðan fór ég á ónefnda vídeóleigu, keypti þar stykkið á 500 kr og seldi það svo á 200- 2500 kr stykkið. Hehe..Þetta gerði ég oft og mörgu sinnum og græddi oft 3000-5000 kr. Maður var jú í skóla og langaði til þess að detta í það stöku sinnum með strákunum og eiga eitthvað af sígarettum. Maður var svo eitthvað að vinna í Laugafiski þegar að það var frí í skólanum eftir hádegi eða á Laugardögum þannig að maður var nú ekki alveg alltaf auralaus. Það held ég að hafi verið gert við mesta megnið af peningunum. Já drengur minn ýmislegt hefur verið brallað um ævina.
Ég sá um eldamennskuna í kvöld og tókst að matreiða ljúffengan pottrétt. Ég brytjaði pylsur og bacon. Brytjaði svo papriku, kál og agúrku, brúnaði svo pylsurnar og baconið og lét það í pottin. Svo brúnaði ég grænmetið og setti saman við baconið og pylsurnar. Því næst brúnaði ég nautahakk, passaði að saxa það fínt með spaðanum til þess að hafa hakkið sem lausast í sér og jafnaði síðan upp sósu. Síðan blandaði ég öllu gumsinu saman, þannig að úr varð þessi líka fíni pottréttur. Mamma létti mér verkin og sá um að sjóða kartöflur og hrísgrjón. Ég drakk vatn með þessu en flestir fengu sér mjólk.
Aveg finnst mér ótrúleg þessi árátta að vera drekka vín með mat. Þetta er svo ógeðslega vont þetta helvítis hvít og rauðvín maður. Þetta er svo súrt og viðbjóðslegt þetta helvítis munkahland að það er alveg dæmalaust helvíti. Nú er ég sennilega búinn að móðga einhvern, eða allavega hneiksla einhvern af vinum mínum því að þeim finst þetta víst flestum alveg óskaplega gott. Svo þegar menn drekka bjór með pizzum. Böööaaakk…úff…Nú held ég að ég gubbi bara. Vatnið er besti drykkurinn og ég drekk mikið af því, borða vel af ávöxtum og skyri. Éta svo hafragraut með súru slátri helst daglega og taka lýsi með. Ég drekk orðið mikið minna af kóki en ég gerði og vil helst ekki sjá sælgæti, þó að maður stelist stundum til þess að éta það. Jæja það er best að fara eitthvað út og líta á mannlífið, skoða stelpurnar og hitta vinina. Ég fer annars snemma í beddann vegna þess að ég fer í vinnuna í fyrramálið. bææææææææææææ

Engin ummæli: