blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, desember 23, 2002

Jæja þá er maður loksins kominn með netið aftur eftir margra aldatuga bið og ætla ég sko ekkert að linna blogginu eða reyna að blogga daglega næstu 34.000.000.000 árin. En það er semsagt komið Þorláksmessukvöld og er verið að skreita kofann allan út og suður, fram og til baka og norður og niður o.s.fr. En það hefur enginn, eins og einhver helvítis asni gerði síðasta þorláksmessukvöld troðið hamstri inn um bréfa lúguna hérna hjá okkur. æi hamn lifði það nú alveg af og fékk nýja eigendur blessaður hamsturinn. En nú er Pabbi að hamast við að að koma upp gardínum í gluggana hérna. Erla systir leiðbeinir honum svo í gegnum þetta. Það hefur komið í ljós svona á 12. ári hennar að hún er með gott verk vit og svo er hún líka góð í stærðfræði. Æi það en nú varla hægt að segja að ég sé svoleiðis. Lelegur í reikningi og ekki beint lagin við að smíða eða gera við. Jú mér hefur nú tekist ágætlega við að gera við bíla, já maður er búinn að bílabraska eitthvað og svona t.d. skipta um öxul, setja nýtt sæti, srúfa nýtt framljós á, tengja saman, sjóða fast og slípa í sundur gamlar Toyotur í gegnum tíðina og margt þurft að gera við, þannig að maður er ekki alveg endalaus fæðingarhálviti. Svo hef ég verið að reyna að vera í jólafríi en það hefur staðið frá 18. þessa mánaðar og mun verða fram yfir áramót. Númmm. Ég er búinn að basla við að kaupa jólagjafir, pakka inn jólagjöfum, krota í jólakort og svo má ekki gleima þessu helvítis veseni með a dé ess ellið, sem að ég hélt að fengist aldrei í gegn hérna á bænum. Jú það kom hérna heimilis vinur okkar, hann Maron og smellti þessu öllu heim og saman en það heppnaðist ekki sem skyldi svo að ég fór nirrí Íslandssíma og kannaði málið. Þeir söggðu að það væri búið að virkja draslið svoleiðis að þetta hlaut þá bara að vera einhver vansköpun í tölvunni. Brynjar, hann er snillingur og gerði einhverjar kúnstir víð tölvuna og þá komst allt heila draslið heim og saman. Svoleiðis að Maron og Brynjar eru og verða snillingar hvað tölvur varða.
Nú ætla ég að taka viðtal við Huldu

systur mína
Spritti:Hvað segiru gott
Hulda: Ég segi bara allt ágætt
Spritti: Hvað er aððig
Hulda: Haltukjafti
Spritti: Nei, ég spurði hvað væri aððig
Hulda: Ég sagði haltukjafti
Spritti: Er það aððig
Hulda: Æi þegiðu
Spritti: Nefuru séð flúgandi furðuhlut
Hulda: Neinei
Spritti: Hefuru migið í saltan sjó
Hulda : Jú í fyrra lífi þegar ég var sjóræningi arrr….í miðjarðarhafinu árið 1658-1689
Spritti: Hvernig endaði það líf
Hulda: Það var þannig að ég datt í sjóinn og var étin af sjóskrímsli þegar ég var að láta eitt af mínum aumu fórnarlömbum ganga niður plankann.
Spritti: Hvað er þitt aðal mottó
Hulda: bleee
Spritti. Nújá en hvað myndiru gera ef þú ynnir 4564684354894132179165198431534351 milljarða í lottó
Hulda: Kaupa hluti
Spritti: hvernig hluti
Hulda: Plötur, mjúka hluti, 10 ketti, kattamat, föt og frið á jörðu.(ekki neitt tengt Ástþóri samt)
Spritti: Hvað viltu svo í jóla gjöf
Hulda: alla ofan talda hluti
Spritti: Jæja ég skal þá gefa þér mjúkan pakka. Vertu bezzzzzz og farðu heimtiðín
Hulda: Já bless og drullaðu þér út úr herberginu mínu.
Þetta var vitðalið við Huldu systur
Ég ætla að skrifa meira in the morg og verið bless þangað til.

Engin ummæli: