Gott kvöld. það er spritti sem skrifar. Klukkan er nákvæmlega 18:00 á aðfangadagskveldi og segi ég því, gleðileg jól. Klukkurnar klingja nú í útvarpinu og jóla steikin er í bígerð, sem að þessu sinni er svínakjöt og mamma hefur verið að kenna mér að seikja það. Svo verður maður pott þétt settur í sósu gerðina og að brúna kartöflur. Þessi dagur er annars búinn að vera eins og aðrir aðfangadagar sem að ég hef upplifað. Aðallega ys og þys um bæinn að ryksuga bóna og gera klárt. Svo í miðju öngþveitinu þyrmdi yfir mig þessi gríðarlega tilhlökkun í að opna pakkana. Þetta var svona gömul tilfinning sem ég hef ekki fundið síðan ég var krakki. Æi svo er það eitt sem mér finnst vanta en það voru jólasveinarnir. Þeir koma að sjálfsögðu alltaf í hvert hús á æskustöðvum mínum, Laugum. Það var eitt með þessa jólasveina sem komu alltaf þegar maður var lítill. Þeir minntu mig alltaf eitthvað á Sigurgeir á Völlum eða Snorra í Stafni. Bara einhver svipur og svo röddin líka. Æi ég veit það ekki. Einu sinni þegar ég var lítill var ég á jólaballi í Reykjadal, en þá var einmitt einn jólasveinninn eitthvað voðalega líkur Sigurgeir. Ég bar þetta uppá hann en hann bara kannaðist ekki við neitt. Ég var einu sinni fengin í eitt alveg fáranlegt en það var að leika jólasvein á litlujólunum í barnaskólanum. Alveg dæmalaust uppátæki, að leika jólasvein þegar þeir geta bara drullast til byggða sjálfir þessir fávitar. En jæja ég lét mig hafa það smeiggði mér í búning og óð inn í krakka skaran á samt öðrum jólasveinum eða leikurum og dansaði í kringum jólatré og grýtti jólapökkum og mandarínum í þessi kvikindi svo þegar að átti að fara þurftu helvítis börnin að elta mig langar leiðir útfyrir skólalóðina. Hinir tveir Sveinkarnir sluppu en ég máttu þreyja þorrann út af þessum krakka gormum. Ég gat svo snúið við, við illan leik aftur í hitt skólahúsið og farið úr búningnum og komið mér í kaffi og kökur á eftir sem var mjög gott. Nú en ekki meira um jólasveina að þessu sinni. Þannig er að það verður eitthvað jólaball hjá Granda, haldið í súlnasal hótel Sögu. Svona kaffi og með því og svo koma þeir sem eiga krakka, með þá með sér og þeir geta þá dansað í kringum einiberjarunn. Síðan koma jólasveinarnir og þrykkja mandarínum í fólkið eða eitthvað þessháttar bull.
Já já ég held að það verði bara gaman að hitta vinnufélagana svona um jólin og sötra með þeim kaffi og kökur. En jæja þá er að skella sér í jólabaðið og hjálpa til við að kokka jólamatinn og segi ég því "sretan bozic" sem er serbnesk jólakveðja og þýðir einfaldlega gleðileg jól.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli