blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

laugardagur, desember 28, 2002

Jæja miðnættið nálgast og ég ætla að vera á netinu í nótt eða reyna að deila netinu eitthvað með Huldu og Brynjari. Þau sváfu nebbilega fram undir kvöldmat og sofna því ekki í bráð.
Ahh ég þarf að þvælast dulítið á eftir og þarf víst að nota strætó. Maður er nó orðinn bísna leiður á þessari stöðugu strætó notkun, sem hefur staðið yfir á annað ár. Djöfull getur það verið þreytandi maður að þurfa stundum að bíða í næstum því í hálftíma eftir einhverjum vagni. Þá er bara að vera þolinmóður og bíða. Það getur sossum verið ágætt að bíða á Hlemmi því að þar hittir maður iðulega einhvern sem maður þekkir. En þeir staðir sem að ég hata að bíða á, lengur en í 2 1/2 mín það eru biðskíli í Ártúni og Mjódd. Þetta eru svo leiðinlegir staðir að það er alveg dæmalaust helvíti. Ekki er ég að segja að Hlemmur sé neitt skemtilegur bara gaman þegar mikið er af fólki og þá rekst maður áætíð á einverm góðan. Mér leiðast samt rónarnir ef þeir eru með læti. En þá koma oftast verðirnir og stoppa öll slagsmál. Svo eru allskyns uppákomur eins og tildæmis fyllibyttan rem var að keira bílinn þarna um daginn. Þú átt að vera búinn að lesa um það því að ég bloggaði um það fyrir löngu síðan. Ertu hætt/ur að fylgjast með hérna. HAAAAAAA HMMMMMMMMM. Ég er að vísu að pæla í bílakaupum en það verður nú samt ekki keyptur bíll neitt í bráð. Ef ég kemst á sjóinn, þá kaupi ég mér bíl. Safna nokkrum hundraðþúsundköllum og kaupi sæmilegan limma. Ég en mest hrifinn af þessu ameríska. Svona Chevrolet, Christler eða einhverju slíku. Maður er bara ekki milli svo að maður lætur slík gæði eiga sig. Ég er búinn að prufukeira einn Hyuindai Accent, sjáfskiptan og er svona að skoða þetta eitthvað. Ég er líka mjög hrifinn af Hyuindai Sonata en þeir eyða bara óþarflega miklu. Annars veit ég það að næsti bíll sem ég eignast verður sjáfskiptur. Æi ég nenni ekki að vera að keyra beinskipt svona innanbæjar það er svo þreytandi. Það finnst mér allavega.
Kannski fer ég á sjóinn. Verð kannski í nokkur ár. Veit ekki. Ég er nú farinn að nauða í skipstjórum up pláss. Það gengur treglega en það þokast. Það borgar sig að nauða vel og rækilega í þeim þangað til að þeir fá leið á rausinu í manni um að mann langi á sjóinn. Þá fá þeir leið á manni og þá fær maður pláss hjá þeim. Það endar allt með því að maður fær pláss. Svo eru góð frí á milli. Margir sjómenn fara tvo-þrjá túra og fara svo einn í frí og þá hef ég hugsað mér að taka meirapróf í millitíðinni, svo þegar maður hættir á sjónum þá getur maður farið að keira trukka landshorna á milli. Maður bloggar auðvitað ekkert á sjónum en þegar nokkur ár eru liðin og sjómennskan er liðin þá verður tæknin orðin það mikil að maður bloggar maður bara í vinnunni. Ég geri það þannig að þegar ég er að keira eitthvað langt á trukknum, læt bara sjáfsstýringuna á og fer svo í nettengdu mælaborðsfartölvuna og blogga og leik mér á netinu þegar ég á að vera að keira. Jæja ég ætla að leggja hausinn í bleiti með sjómennsku, bílakaup eða hátækni þróaða flutningabíla og ætla að fá mér pizzu og bið svo að heilsa og vertu svo sæl(l) að sinni

Engin ummæli: