blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, desember 05, 2002

Jæja nú skal blogg þorsta ykkar vera svalað, en sökum anna og þriggja tíma svefns í fyrri nótt sem leyddi af sér geðvondsku og þreytu, fór sem fór í gær. Ennnnnnn ég bæti ykkur það upp núna.
Einu sinni var ég komin í hann krappann þegar ég var 16ára gamall, en þá varð ég nærri því úti í grimmdar frosti. Það var þannig að þegar ég bjó á Laugum, fékk ég far með strákum sem að voru í frammhaldsskólanum á Laugum inn á Akureyri sem er 40 mín. að keyra. Þeir ætluðu að vera á Akureyri yfir nóttina og halda svo áfram að Blönduósi. Ég var búinn að mæla mér móts við kunningja minn sem þar bjó, en svo ætluðum við að detta í það saman, en þar næst myndi ég svo gista heima hjá honum. Nú ég mætti með minn bjór inni á nætursölunni þar sem unglingadrykkja er oft háð. Vinur minn kom ekki og þegar ég var orðinn fullur af bjórnum þurfti ég endilega að lenda í slagsmálum. Ég þurfti helst að yfirgefa miðbæinn vegna þess að það voru margir orðnir á eftir mér og vildu mig feigan. Ég náði að hlaupa inn á bensínstöð sem þar var opin því að þar fann mig enginn. Ég var búinn að hanga þarna í langan tíma þangað til að ég gaf mig á tal við stráka sem þarna voru á bíl. Þeir sögðust vera á leiðinni til Egilsstaðar og ég mátti alveg fá far að Laugum. Nú við lögðum af stað og þegar við vorum komnir vel á Svalbarðseyrinasögðust strákarnir ætla að koma við á einum sveitabæ og sækja einn strák sem færi með, en það var eigandi bílsins. Þegar eigandi bílsins kom inn í bílinn þá var þetta enginn annar en einn af strákunum sem ég lenti í slagsmálum við og þar sem hann átti bílin, gerði hann mig brottrækan úr bílnum. Þeir fóru sína leið og skildu mig eftir í öllu frostinu á miðri Svalbarðströndinni. Ég reyndi að húkka far. Það komu nokkrir bílar en þeir stoppuðu ekki. Ég held að ég hafi verið búinn að labba í ábyggilega einn og hálfan tíma og orðinn hel blár og dofinn á löppunum af kulda þegar að stoppar bíll. Þetta voru strákarnir úr Laugaskóla. Þeir höfðu hætt við að fara á Blönduós og ákveðið að fara aftur að Laugum, þannig að ég komst heim. Ég veit ekki hvernig hefði farið fyrir mér ef þeir hefðu ekki hætt við ferðina og snúið við. Ég á eftir að hefna mín grimmilega á þessum helvítum fyrir að hafa skilið mig eftir svona í frostinu. En sem betur fer var ég í kuldagalla og ágætum bommsum þannig að ég dó ekki.
Já ég var eitthvað að glamra á gítarinn eftir vinnuna í dag og komst einhver pönk fílíngur í mig en ég hlusta mikið á pönkið sem er mjög skemtileg músík. Það er líka gamall draumur að vera einhvern tímann í pönk hljómsveit. Hver veit nema maður láti gítarsnilligetuna njóta sín í einhverri pönkhljómsveit. Vandinn er bara sá að rafmagnsgítarinn er fyrir norðan og svo á ég hvorki hátalara né over drive. En það er alveg ábyggilega hægt að redda því. Annars var maður alltaf eitthvað að spila með Finnsa í den tíð. Hann á hljómborð og ég á gítar, eða öfugt. Það er ýmislegt gamalt og gott til á kasettu hérna hjá mér. Annars hef ég séð og heyrt í góðri hlómsveit sem að hét Pain. Þetta var skóla hljómsveit sem var í Laugaskóla. Alveg meiri háttar death rokk með punk ívafi. Ég held að sú hljómsveit hafi lagt upp laupana þegar sett var bann á "Snuff 99" fyrir nokkrum árum síðan. Sind að slík hljómsveit skyldi ekki ná alþýðuhylli.
Æi ég var nú bara að vinna í dag, í Granda og þessi dagur var bara ekkert frábrugðinn öðrum dögum. Bara þetta venjulega sem maður gerir. Jú einum stráknum þarna datt í hug að fremja mannrán svona uppá flippið. Loka manninn inni í kassa og henda í fallhlíf út úr flugvél á eyðieyju. En hvað um það, ég er nú að mínu áliti á besta staðnum þarna í Granda, sem er pokavélin (það er pökkunin)en þar er maður ekki vaðandi slorið. Ég var nú alltaf og lengst af til þessa á hausaranum, en það var alveg ágætt. Svo er líka hevíti fínt að éta þarna í hádeginu. Já hún Unnur, konan sem að er þarna í elda er bara fínasti bryti. Það er mikilvægt að það sé gott að éta á svona vinnustöðun. Þetta var líka svona gott þegar ég vann hjá Samskip. Já það var fínt að vera hjá Samskipum. Ég var þarna á lyftara að taka á móti timburbúntum og svona allskonar drasli. Svo ef það er lítið að gera eða stundum ekki rassgat. Þá er jafn vel hægt að skreppa heim í mat í eða bara rétt til þess að kyssa konuna. Þegar ég skrapp einu sinni smá stund heim í hádeginu fóru strákarnir nú eitthvað að saka mig um að hafa gert eitthvað töluvert grófara heldur en að hafa kysst konuna heima. Þeim fannst ég vera full rjóður í kinnum þegar ég kom aftur. En það var bara bull shit. En hehe, Það var einn kall sem var að vinna þarna á gámalyftara og konan hans var vön að koma til hans í hádeginu. Svo í eitt skiptið hvarf kallinn og gámalyftarinn. Þegar gerð var dáldil eftir grenslan, höfðu þau hjúin farið saman á lyftaranum á milli gáma og byrjað að þjösna sér saman inni í lyftaranum. Það var líka góður mórallinn þarna nema að einu leiti. Þannig er að ef einhver kemst að einhverju um hagsmuni vinnufélagans eða einhverjum veikum pungtum í fari hans þá eru þar nokkrir einstaklingar sem að smjaðra með það alveg hægri og vinstri. Bara svona einstaka aumingjar með minnimáttarkennd eða lítið tippi.
Nei heyrðu.! Akkúrat núna er pabbi í góðum fílíng að reka yngri systur mínar að sofa. stundum er alveg eins og kallinn fái eitthvert maníukast. Já þá er sko húsbóndabragurinn á mínum manni. Rekandi allt og alla inn í rúm, rífandi öll sjónvörp úr sambandi og slökkvandi öll ljós. Meira að segja kötturinn flýr inn í eitthvað skúmaskot til að verða ekki fyrir kallinum. Hann meira að segja vogar sér að reyna að reka mig upp í bæli. Hahh….Þá lít ég hornaauga til hans og hristi bara hausinn. Jamm lífið er óútreiknanlegt. Ég kíkti á katrin.is í dag og fór að lesa nokkur blogg hjá henni. Hún var að tala um að leggja öll leikhús í landinu niður. Jááááá nú líst mér á. Þá skal ég kaupa þjóðleikhúsið og breyta því í flottan Casino stað. Þá fær katrín að klippa borðann þegar staðurinn verður opnaður. Þjóðleikhús kjallarinn yrði þá gerður að stærstu koníaksstofu Íslands. Það væri snilld að lögleiða spilavíti á íslandi. Jæja má ekki vera að því að Tussast meira í tölvunni, bless…….

Engin ummæli: