Heyrðu...Ég var rétt nærri búinn að míga undir í nótt. En þannig var að mig var að dreyma að ég væri alveg að míga á mig og þá þóttist ég labba á bak við hól til að létta á mér. Svo þegar ég var alveg að fara að hleypa því af stokkunum vaknaði ég í líka þessum grenjandi spreng maður. ég var nærri búinn að míga á mig. Pældu í því maður. Ég var ekki lengi að hlaupa á klóið full viss um að mig væri ekki að dreyma.
Hefi ég tekið ákvörðun um að keyra norður Kjöl í sumar í fyrsta sinn. Ég muna að sjálfsöggðu fara á koltinum mínum góða, þ.a.e.a.s. ef hann verður kominn í lag blessaður.
Djöfull er ég feginn að vera ekki punglingur í dag og fá enga vinnu nema í bæjarvinnuni við að slá gras með sláttuorf eða týna það upp og láta í poka. Crap...Annars var nú gaman í den tíð þegar óábyrgðin réði ríkjum og maður vann og skemmti sér allt sumarið. Ennnnnnnnn nú eru það vinnan, skuldirnar, bíllinn, tryggingarnar og skatturinn að tussast í manni þannig að maður verður að vera ábyrgur í sínu stykki.
Vertu svo ekkert að fokka í mér vinur/vinan
Engin ummæli:
Skrifa ummæli