blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

laugardagur, maí 17, 2003

Loksinst kynnist ég hinu dulræna af eigin raun. Þannig var að mig dreymdi að maður nokkur kæmi í heimsókn þar sem ég bý hjá tengdó. Maðurinn var mjög gamall og í svörtum frakka og spurði hvort að hjónin væru heima. Nei þau voru ekki heima. En þar sem að ég er kurteis drengur bauð ég gestinum að ganga í bæinn inn og áttum við dáldið spjall saman. Nú en daginn eftir segi ég tengdamömmu þennan draum en þar sem hún er rammskyggn sá hún svo manninn standa frammi á gangi og var okkur alveg samsinna um lýsinguna á manninum.
Hey ég og konan tókum á leigu Halloween, nýjustu myndina. Ég svaf myndina af mér og ég frétti bara hvernig hún endaði. Voða gaman. Æi þetta snakk maður. Maður verður hálf dofinn af því og þá sofnar maður bara yfir myndinni. Helvítis....
Ég man einusinni fyrir mörgum árum síðan að ég tók á leigu þrjár spólur og horfði á fyrstu myndina og varð dálítið þeittur á annari myndinni en gat ómögulega haldið augunum opnum á þeirri þriðju en þá brá ég á það ráð að hella uppá tólf bolla af kaffi og það drakk ég auðvitað allt á meðan myndin rúllaði. Versta helvítið hvað kaffi getur verið losandi og því varði ég dálitlum tíma á klósettinu á eftir. Svo vakti ég eitthvað fram eftir morgni. Enda atvinnulaus á þeim tíma.
Jæja þá er maður búinn að semja lag á gamla orgelið þeirra afa og ömmu. Þetta er góð melódía en ég verð að láta einhvern annan um textann. Þegar ég er í textagerð og ætla að reyna að púsla saman texta endar allur kveðskapurinn bara með einhverju hestaklámi og kindabyssum eða einhverju þessháttar. En ég hefði vilja láta textann vera um Reykjadalinn góða (firir þá sem ekki vita er ég úr Reykjadal). Jamm þetta er sona ha hm. Það er ekkert grín að vera svona slappur, sveittur með flösu og í flíspeysu

Engin ummæli: