miðvikudagur, maí 07, 2003
Hva...... vill enginn kaupa diskinn með Himmler. Mig vantar pjening. En hérna hafið þið aldrei lent í því að ætla í bað og látið renna í baðkarið en síðan gleymt baðinu og farið í leikhús. Ég hef aldrei lent íðí en hinsvegar þegar ég var eitthvað um 10ára aldurinn og kominn var á heimilið nýr örbylgjuofn og ég mátti að sjálfsöggðu ekki nota hann nema í umsjá fullorðina. Ég steldist nú samt einusinni til að poppa í honum eftir að mamma var farin að sofa og stillti á sex mínútur sem er fullmikið fyrir slíka aðgerð en á meðan að poppun fór fram fiktaði ég eitthvað í tökkunum á ofninum þannig að þegar poppunin átti að hætta hélt allt draslið áfram í sex mínútur í viðbót. En þarna var poppið þegar orðið töluvert sviðið og ég orðinn hræddur um að nú myndi kvikna í kofanum. Ég kunni ekki að slökkva á ofninum og hljóp því upp í herbergið til mömmu og ýtti við henni og sagði hvers kyns var en hún var ný sofnuð og sagði bara "já já" og snéri sér á hina hliðina. Ég óð niður aftur og þá var farið að koma reykur frá poppinu en þegar að allt stöðvaðist nú að lokum hrifsaði ég glóandi pokann (ekki brennandi þó)út úr ofninum og slökkti á ollu í vaskinum. Daginn í dag er enn brunablettur ínni í örranum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli