blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, júlí 25, 2007

Orgvél

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Jæja, þá á ég orgel. Þetta er gamla orgelið þeirra afa og ömmu. Amma spilaði dulítið á það og afi líka. Afi spilaði einnig á sög. Þau gömlu voru mjög músíkölsk og voru mikið fyrir að hlusta á og spila músík. Afi var lengi í kirkjukór Kópavogs og svo var hann helvíti góður með sögina og fiðlubogann. Skemmtilegt vofuhljóð sem kemur þegar verið er að spila á sög. En orgelið já. Ég hef nú löngum haft gaman af því að spila á orgelið og því gáfu foreldrar mínir mér það. Hér getiði svo hlustað á þýskann hermanna marz sem ég spilaði í gær. Nasistar nefndu lagið Horst Wessel. Njótið !

Engin ummæli: