blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

laugardagur, júlí 14, 2007

Eiturbrasari

Ég veit svei mér ekki hvað ég á að segja ykkur. Ég er amk búinn að vera á sjó núna síðustu daga. Kom mér á trollbát. Langar eiginlega til í að hætta á línu og fá mér vinnu á trolli. Svo miklu auðveldari og þægilegri vinna. En ætli maður verði samt ekki eitthvað áfram á línunni. Fer aftur á annan bát á morgun. Verð þar í kokkaríi. Hef enga súper reynslu af því að vera kokkur, hef samt prufað það aðeins. Það drapst enginn af matnum mínum og enginn fékk skitu.

Engin ummæli: