Ævinlega
Þannig er það vanalega þegar ég á að fara í kokkarí einhverstaðar. Í eitt skiftið var hætt við sjóferð þar sem ég átti að leysa af sem bryti. Í annað skifti átti ég að fá kokkastarf en skipstjórinn á því skipi var fæðingarhálviti sem hefur ekkert vit á mannaráðningum og réði í staðinn afgamlann ellilífeyrisþega til starfa í eldhúsið þar. Ég mátti sætta mig við háseta stöðu í það skiftið. Jú á því skipi fékk ég að kokka fyrir náð og miskun stýrimannsins sem var að leysa skipstjórann af í frí. Sá túr var reyndar ekki nema í sólarhring. Næst var það einhver koppur þar sem var eitthvað fillirísvesen á kokknum og stóð til hann yrði látinn víkja úr starfi og ég ráðinn í hans stað. Ég hoppaði hæð mína af kæti en sælan entist seint því að upp kom það mál að kokkurinn var mágur útgerðarstjórans og varð því ekki haggað úr sæti, auk þess sem kokkurinn lofaði bót og betrun. Hann lést úr áfengiseitrun mánuði seinna. Í fyrradag fékk ég svo símtal frá skipstjóra nokkrum sem sagðist vanta kokk í nokkra túra. Ég varð hissa og ánægður af upphringinguni og þáði starfið með ánægju. Svo kom upp sú staða í gærkvöldi þegar menn ætluðu af stað til fiskveiða að eigandi skipsins hafði gleimt að taka lyfin sín, orðið andsetinn, hausinn farið að snúast í marga hringi og byrjað að tala tungum þarna heima hjá sér. Einnig fór Haukur Vilhjálmsson að fara með táknmálsfréttirnar afturábak með augun kolsvört í sjónvarpi eigandans. Var því ákveðið að hætta veiðum í bili fram að næsta kvótatímabili. Ég er farinn aðhallast að því að örlaganornirnar ætlist ekki til þess að ég nái mér í kvarthlut í sjómennskuni og verði því alla tíð að vera aumur háseti. Það er eitthvað sem segir mér það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli