blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, júlí 23, 2007

Jarðaför

Mig dreymir oft að ég sé á jarðaför. Veit ekki hvern er alltaf verið að jarða eða hvar athöfnin fer fram. Þarna er alltaf mikið af fólki sem ég þekki. Ættingjar, vinir, vinnu og skipsfélagar mínir og líka mikið fólk sem ég þekki ekki. Stundum bara eitthvað lið sem ég hef oft séð niðrí bæ eða bara einhverstaðar. En yfirleitt er ég mjög miður mín eða hágrátandi þarna.
Veit ekki hvað það táknar en þetta situr mjög í mér.

Engin ummæli: