þriðjudagur, apríl 08, 2003
Jamm þetta er svona. Ekkert blogg í gær enda maður búinn að vera hálfveikur eitthvað,vansköpun. En ég er sum sé búinn að kaupa mér kameru og verður nú hafist handa við að gera stutt myndir af krafti. Hver veit svo nema maður fái sér .is, .net eða .org heimasíðu og láti það allt inn á síðuna. Það yrði stuð. Hehe ég man þegar að maður var í stuttmyndagerðinni í den tíð þegar Símon keypti sér kameru. Þetta var allt frá drep fyndnum gaman myndum og pleimó klámmynum uppí argasta dráps ógeð. Þá gat maður notfært sér á haustin eftir að búið var að slátra heima, að maður hirti kindablóð og kindainnyfli og fleira þar fram eftir götunum en úr urðu líka þessar classa splattermyndir. En ef ekkert var til af kindabóði (sem að var sjaldan til, enda ekki heimaslátrun daglega í minni sveit) þá var bruggðið á það ráð að nota tómatsósu frá Hunts. Enda hunters myndir allt saman. Jæja ég segi ekki meira að sinni
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli