föstudagur, apríl 11, 2003
Jamm...það var einhver bloggari að skrifa um eitthvað djamm sem að endaði bara með slagsmálum og viðkomandi reynt að stoppa þau með öllum tiltækum ráðum en ekkert hafði tekist þannig að allt endaði með gistingu inná löggustöð. Ég bara man ekki hver í andskotanum það var sem bloggaði því að annars hebbði ég linkað á'ann. En ég man nú þegar maður var eitthvað að gutla og ólátast með brennivín í den tíð að, jú eitthvað var nú ruglað í öðru fólki og verið að reyna við stelpurnar sem og verið að þvælast frá heima bæ mínum sem eru Laugar og til Akureyrar(stutt á milli)eða bara hingað og þangað í teiti með tilheyrandi smellum og skellum, hoppi og híi. Nú og svo komu þau kenderí sem að aðallega var verið á einhverjum trúnaðarskeiðum nú eða grenjað og slegist. Svo ég gat stundum ekki hamið mig í þessum slagsmálaefnum þegar einhver kom og reif kjaft við mig eða þá ég við einhvern annan að þá fór allt í háa loft. (stundum gat maður orðið leiðinlegur með áfengi) En í þau skipti sem að ég var ekkert á þeim buxunum að fara að slást en hinn aðilinn alveg óður í slagsmál notaði ég bara vindla aðferðina sem felst í því að bjóða það viðkomandi uppá vindil.(Fauna eða London Docks virkar fínt) Ég habbði nebbilega svo oft vindla meðferðis þegar áfengi var haft um hönd. Það fór þá alltaf þannig andstæðingurinn kaus vindilinn fremur heldur en slagsmál svo að menn urðu þá bara spakir það kvöldið. En svo kom það líka upp á daginn að viðkomandi reykti ekki og þá varð maður bara að láta sig hafa það að slást dálítið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli