sunnudagur, apríl 06, 2003
Skohhh....sjáið nýja lookið hjá mér..flott er það ekki hahh...Við þökkum Húldu systur minni fyrir alla vinnuna en ég er víst of heimskur til að gera þetta. Þess vegna hefur Hulda séð um viðhald og aðra vinnu á síðunni minni. En snúum okkur nú að að öðru. þessi köttur er hérna á heimilinu er alveg snilld. Þessi læða fer alltaf út í garð og krafsar í moldina og kemur inn í hús með orma. Í gærkveldi kom hún inn með ágætis laxveiðiorm en þar sem að sumarið er ekki komið og ég ekki farinn að veiða strax henti ég orminum út í garð aftur við slæmar undirtektir frá kisu. Svo vaknaði ég hérna eina nóttina og ætlaði að labba inná klósett þegar allt í einu var gerð árás á berar fæturnar á mér. Þar var kisa í einhverjum ham búin að læsa tönnum og klóm í lappirnar mínar. Svo hefur þetta einnig skeð þegar ég er alveg að sofna á kvöldin að þegar að tærnar mínar gægjast rætt undan sænginni að kisa ráðist á þær með tilheyrandi bölvi og ragni frá mér. Annars er hún alltaf ósköp góð. Hún liggur og sefur núna þessa stundina.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli