þriðjudagur, apríl 29, 2003
Mig langaði til að æla þegar ég fór í vinnuna í morgun. Ekki neitt sem kemur vinnuni við. En þannig er það í pottinn búið hérna á bænum hjá mér, að bíllinn er bilaður og ég þarf að taka strætó á meðan viðgerðum stendur. Vegna þess að ég er búinn að nota strætó mest allan tímann sem ég hef búið í R-vík(frá 1998) greip mig alveg skyndilegt ógeð þegar ég skálmaði inn í vagninn í morgunn og mig hreinlega langaði til þess að æla á bílstjórann, æla á gamlafólkið, æla á háskólanemana, æla á tælendingana sem að voru að gagga hvert oní annað, æla á skrifstofukallinn með bindið og skjalatöskuna sem var að lesa fréttablaðið þarna í vagninum. Bara hreinlega skreyta allan vagninn að utan sem innan með pylsubitunum og ávaxtagrautnum frá því í gær. Þannig er það nú
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli