föstudagur, apríl 04, 2003
Marga hef ég hitt og séð um ævina af hinu og þessu fræga fólki hér á klakanum góða enda smáríki og alltaf góðar líkur á að hitta á fræga eða þekkt fólk á götum úti. Einu sinni hitti ég Ómar Ragnarsson þegar ég var á djamminu en þar var konan hans einnig á ferð en þar sem að ég var vel kenndur sá ég ekki annað fært en að heilsa þeim eða taka í spaðan á þeim allavega. Svo þegar Óli forseti kom í opinbera heimsókn á Lauga og ég nennti ekki áð fara og hlusta á ræður og kórsöng eða annann hljóðfæraslátt lét ég mér það nægja að sjá hann í gegnum stjörnu kíkinn heima frá mér að íþróttahúsainu þar sem ósköpin voru haldin. Svo var ég einusinni á flakki með pabba þegar við hittum Halldór Blöndal (þeir þekkjast víst eitthvað) en þá heilsuðust þeir og einnig tók Dóri í spaðann á mér. Svo var ég eittsinn staddur á Keisaranum þegar að Lalli Johns hellti niður bjórnum mínum en þá sló ég hann í hausinn og skipaði honum að kaupa nýjan bjór, sem og hann gerði. Urðum við miklir mátar eftir þetta og ætíð síðan höfum við alltaf heilsast með brosi á vör á förnum vegi. En á Keisaranum sá ég einnig Árna Þórarinsson rithöfund en í ölvun minni heilsaði ég honum. Megas gaf mér eiginhandaráritun þegar að ég fór á tónleika með honum. Þann brefsnepil á ég ennþá. Ég hitti svo Davíð Þór radíusbróðir á Kaffi Akureyri. Það varð úr að við drukkum saman öl og kjöftuðum alveg heilan hest. En þá var ég eitt sinn staddur í banka og var að labba út en gat ekki opnað dyrnar í bankanum eða gat ekki gert það rétt. þegar að Steingrímur J. Sigfússon sem einnig var staddur í bankanum og var líka að labba út á eftir mér tók hann í hurðuna og opnaði en saggði um leið "þetta er alveg voða flókið maður". En þá var Bubbi Morthens eitt sinn að spila á árshátíð Granda en þegar hann var að fara saggði ég við hann "ferðu að veiða með Úlla í sumar" (Úlli er kunninngi minn og fer oft í veiðiferðir með Bubba) En við töluðum þarna aðeins saman um laxveiði. En þetta er bara svona það sem ég man í augnablekinu um mig með öllu hinu fræga fólkinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli