fimmtudagur, apríl 10, 2003
Það var grjót fúlt í vinnuni í nótt þar sem að draslið og vélarnar voru alltaf að klikka og menn gerðust þar af leiðandi flestir pirraðir sem að gekk út á að láta það bitna á næsta manni. Svo þegar manni tókst að koma hlutunum í lag fór alltaf allt einhvernveginn í buff aftur. Ég slapp að mestu leiti frá öllu áreiti því að ég var stóran vinnutímann á lyftara. Ég er samt í vondu skapi í dag, helvítis. Það má kanski laga það einhvern veginn. Ætli ég fari ekki að þrífa til inni í bílum mínum og fari svo í háttinn fyrir næstu nótt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli