blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

þriðjudagur, janúar 03, 2012

Andvökublogg

Hálf súrt að liggja andvaka um nætur. Þá reynir maður að lesa eitthvað eða jafnvel að kíkja á feisið eða bara einhvern fjandann til að þreyta sjálfan sig. Verst hvað maður verður pirraður af því að vera andvaka. Svefnlyf tek ég helst ekki nema þegar ég var út á sjó. Þá var óhikað skellt í sig einni Zopiclone Imovane ef erfitt var að sofna á frívaktinni. Reyndar þar sem ég svaf voru alltaf djöfuls læti, skipsskrúfan var sirka hálfan metra frá höfðagaflinum og plús veltingur og læti. En þetta er allt spurning um að venja sig við aðstæður. Ég var orðið hættur að geta sofið nema við helvítis lætin í skrúfunni og því oft svefnpillufrívaktir ef maður lenti í því að sofa í klefa fram á stefni þar sem lætin voru engin og veltingurinn var jafnan meiri heldur en fram aftur á rassgati. Í haugabrælum er bara ekki verandi framá stefni og maður hoppandi og skoppandi í kojunni. Lang þægilegast að vera afturá, þá kemur kokkurinn og ræsir mann á vaktina með því að kveikja ljós og kalla "RÆS". Ég þoldi aldrei að vakna við helvítis kallkerfið úr skipsbrúnni þar sem skipstjórinn eða stýrimaðurinn byrja á að setja af stað hávaða sem maður vaknar við með andfælum og orga svo "RÆS" í kerfið. Maður var stundum kominn á fremsta hlunn með að rífa helvítis kerfið af veggnum og grýta því út í sjó. Það er alltaf vont að vakna illa.
Jæja ég ætla að fara og athuga hvort ég geti ekki sofið eitthvað, þar sem klukkan er að rétt að verða fjögur.

Engin ummæli: