blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, janúar 08, 2012

Búmmbarabei

Þegar maður nennir ekki að velta sér uppúr hinni stjórnlausu strengjabrúðupólitík landsins eða öðrum þjóðfélagslegum hörmungum sem koma manni bara í vont skap þá er þrengra úrvalið til að finna eitthvað til að blogga um. En það er alltaf eitthvað hægt að finna til að blogga um. Já, í staðinn reyni ég að segja eitthvað draugalegt eða koma með einhverjar klámvísur eða einhvern fjandann. Ég nenni ekki að hafa þessa síðu sem eitthvað eyjubloggaraviðrinispólitíkusardrulluhakk. Hver á að verða næsti forseti? Helvítis skattaálögurnar hans Steingríms. Gagnleysið í henni Jóhönnu. Og aumingjaskapurinn hjá pakkinu í ASÍ.
Hver segir svo að blogg sé ekki málefnalegt nema að talað sé um málefni. Hvað er ég að gera núna?
------------------------------------
Datt niður á möppu frá barnaskólaárunum með slatta af einhverjum svona skotteikningum. Eitthvað sem ég hef dundað við þegar ég nennti ekki að fylgjast með í tímum sem var nú reyndar nokkuð oft og því mikið til af teikningum hjá mér. Oftast er þetta einn rammi og stundum tveir eða þrír. Bara svona eftir því hvað mikið er að gerast í hverju andartaki fyrir sig. Ég hugsa að ég sletti þessu hér inn með reglulegu millibili. Hér er þá það fyrsta.

Engin ummæli: