blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

fimmtudagur, janúar 19, 2012

Draugar og Nick Cave


Draumaforritið í hausnum á mér er vel virkt nú um mundir. Í nótt dreymdi mig að ég væri að keyra vörubíl um einhvern afskekktan þjóðveg, ómalbikaðan. Farmurinn var sement sem átti að fara frá Rvk til Vopnafjarðar. Svo kom upp sú staða að vegurinn endaði allt í einu og ég þurfti að snúa við til að finna vegamót svo að ég kæmist leiðar minnar. Ég kom að krossgötum þar sem ég taldi mig giska á rétta leið og skömmu eftir að ég hafði tekið beygjuna tók ég uppí bílinn puttaferðalanga sem voru þrír í hóp, róni, vændiskona og melludólgur. Melludólgurinn og mellan settust á bekkinn aftan við bílsætin en rónin í farþegasætið við hliðina á mér. Eftir dálítinn akstur tók ég eftir því að farþegarnir voru ekki af okkar heimi og virtist fjölga og fækka í hópnum á víxl. Tveir menn í jakkafötum voru komnir á bekkinn og svo hurfu þeir en í staðinn var kominn bóndi í fjósagalla og fór að reyna að hugga melluna sem var eitthvað grenjandi. Róninn sagðist svo að þau ætluðu út við næstu bensínstöð og ég tók bara vel í það. Ég fór sérstaklega að reyna að drífa mig með þau þegar hausin á rónanaum fór að breytast á víxl í hauskúpu og hans eigin haus. Svo komum við að bensínstöðinni sem samanstóð af einum skúr og tveim bensíndælum. Ein dælan var fyrir bensín og hin fyrir dísel. Ég stoppaði bílinn, steig út og gekk inn í skúrinn og gaf mig á til við luralegan bensínafgreiðslumanninn. "Það eru hérna draugar sem fengu far með mér og ég þarf að láta þá út hérna". Afgreiðslumaðurinn virtist ekkert yfir sig hrifinn en og sagðist alls ekki vilja þessa drauga við bensínstöðina. Ég sagði honum að það væri þá bara hans vandamál og steig uppí vörubílunn. Draugarnir voru á bak og burt og ég setti í gang og keyrði af stað en ég hafði nú rétt ekið af bíla planinu þegar maður kom klaupandi í kantinum á móti bílnum. Hann var með dökkt hár í svörtum frakka og með gítartösku í hönd og gaf til kyna að hann vildi far. Ég auðvitað stoppaði og bauð honum að sitja í og þegar hann var sestur uppí bílinn, sá ég það að þarna var enginn annar en Nick Cave á ferðinni. Hann tók upp gítarinn og spilaði og söng, a whiter pale of shade af mikili næmni. Svo þegar við nálguðumst Vopnafjörð leystist draumurinn í eitthvað óljóst bull og þar með vaknaði ég.
-----------------------------------------
Þið verðið að smella á myndina til að sjá hana almennilega.

Engin ummæli: