blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, janúar 23, 2012

Veiðihjól

Keypti mér þetta veiðihjól, Abu Garcia 6600 BCX, í USA síðasta haust. Átti annað fyrir, nákvæmlega eins veiðihjól sem pabbi keypti hand mér þegar ég var 13ára. Þá hafði hann fundið það á sölu hjá viðgerðarmanni sem var búinn að vera með það í hillu hjá sér lengi lengi en alveg ný uppgert. Það hjól nota ég enn þann daginn í dag, en ákvað að skipta og fá mér nýtt þar sem gamla hjólið frá babba mínum fer að verða komið til ára sinna. Svo átti ég fáein 5000 króna gjafabréf sem mér höfðu verið gefin í jólagjöf í hitteðfyrra. Fór og keypti mér ágæta veiðistöng fyrir þann pening. Þá er bara að bíða til sumars og nota græjurnar samhliða flugu græjunum. Maður þarf svo að læra betur inná þessar flugur líka þær geta verið svo mismunandi. Ein flugan getur verið tekin alveg af milljón fiskum einn daginn en daginn eftir virkar sama fluga ekki rassgat.
Reykjadalsáin. Hér er ég oft í draumi. Reyndar líka víðar um ánna og oftar en ekki er ég búinn að setja í lax eða silung. Þarf svo að koma mér í veiði þarna heima í raunveruleikanum. Orðið langt síðan síðast, allt of langt. Ég djöflaðist þarna mikið með bæði spón og maðk þegar ég var strákur og kom ævinlega með titt eða tvo heim í soðið og allir urðu ánægðir með að það væri þá eitthvað gagn af manni með þessa veiðidellu.

Engin ummæli: