blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

mánudagur, janúar 09, 2012

Jólalok

Nú eru jólin liðin undir lok og ég á ennþá eftir að klára að skjóta upp restinni af flugeldunum sem ég keypti nú fyrir áramótin. Það er merkilegt hvað maður verður stjórnlaus þegar komið er inn í flugeldamarkaðina. Það er eitthvað sem grípur um sig, einhver óskilgreind geðveila. Ætlunin kannski að kaupa nú bara smotterí fyrir þessi áramótin en endar allt með risaflugeldum og heví skotkökum. Þetta er náttúrulega veiki. En ekki reyki ég sígaretturnar né heldur svolgra í mig brennivíni svo að það má þá alveg fara á flugeldafyllirí einu sinni á ári. Ég hlakka yfirhöfuð jafn mikið til áramótanna eins og ég hlakka til jólanna. Það er eitthvað. Einu sinni þegar ég var patti þá kveikti ég lítið bál utan í húsinu heima í sveit á sjálfan gamlársdag. Munaði þá litlu að sjálft húsið yrði að gamlársbrennu ef ekki hefði verið góður frændi minn sem hjálpaði mér að slökkva bálið og í logandi sinuni sem var utan í húsveggnum. Svona var maður gaga krakki.

Engin ummæli: