blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

sunnudagur, janúar 29, 2012

Við þjóðveginn


Konan og ég þurftum að gera okkur ferð norðrí Skagafjörð í dag og rétt búinn að keyra um Vatnsskarð þegar ekið er fram á mann standa með tösku útvið einn bæjarafleggjarann. Sáum að þetta var sjálfur Jón Guðmundur Hvammdal Guðlaugsson eða Jón hlaupari eins og menn kalla hann oft. Við stoppuðuðum til að bjóða honum að sitja í að Varmahlíð svo að hann gæti yljað sér þar. En hann var nú bara að bíða eftir rútunni til Akureyrar og spurði okkur hvort að við hefðum orðið hennar vör. Ég mundi nú svosem ekki eftir neinni rútu svona lauslega að gáð í athyglisbrestaskjalaskáp heilans en við kjöftuðum samt svolitla stund um daginn og veginn þar til förinni var haldið áfram akandi og Jón hélt áfram að bíða eftir Akureyrarrútunni. Gaman að rekast á hann þarna við þjóðveginn. Nokkuð gott. Ég er líka alltaf jafn hrifinn af hárgreiðslunni hans. Ég er að spá í að hætta að vera greiddur eins og Kormákur Geirharðsson og Jón Gnarr og greiða mér eins og Jón hlaupari.
----------------------------------------
Og svo er það sketsamynd.

Engin ummæli: