Eirðarlaus
Mér hefði þótt gott að hafa svona með mér í skólann í denn. Hefði hentað vel þegar maður var kannski eins og ósofinn apaköttur í tímum og nennti ekki að fylgjast með. En þá varð maður auðvitað bara að fylgjast með eða teikna einhverja vitleysu. Jafnvel að fá að skreppa á klósettið til að stelast í snuffdósina sína eða jafnvel að setjast á klósettið og fá að dotta þar í friði í óáreittur fram að frímínútum. Jú,jú, það gat nú verið ágætt í sumum tímum. Enska. Lagði soldið kapp á hana. Íslenska, já fannst áhugavert og mikilvægt að fylgjast með þar. Dönsku þoldi ég ekki. Reyndi við stærðfræði en skildi ekki. Enganvegin. Held bara að skólakerfið hafi ekki kunnað að meðhöndla AD/HD á þessum tíma eins og í dag. Mannkynssaga, landafræði og þannig var mér hugleikið en auðvitað var maður bara of eirðarlaus til að læra eitthvað heima. Annars fílaði ég mig vel í smíðum og matreiðslu, já og myndlist og allri svona verklegri kennslu. Nóg um þetta hér er svo ein teikningin úr einhverjum eirðarleysistímanum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli