Hinar hárugu krumlur
Ég las eitt sinn draugasögu frá Dartmoor í Devon sem er um hinar hárugu krumlur. Ferðamenn koma mikið á þessar slóðir því að þarna þykir mikil náttúrufegurð. Fyrir aldartugum og árþúsundum síðan var þarna bronsaldarþorp og tengja menn jafnan þessar hárugu krumlur eitthvað við þá gömlu byggð. Margir ferðamenn og heimafólk hefur því orðið á vegi þessara handa.
Þessir reimleikar hófust á þriðja áratug tuttugustualdar þar sem léttvögnum var velt um koll, stýri svipt úr höndum reiðhjólamanns svo að hann datt og slasaði sig. Kona nokkur sem átti leið þarna um þurfti að renna bílnum bílnum út í kant þar sem hann hafði drepið á sér og fór að skoða handbókina. Finnur hún brátt mikil ónot og finnst eins og horft sé á sig. Henni verður næst litið út um framrúðuna en sér hún sér til skelfingar svær stórar loðnar hendur mjakast eftir framrúðunni. Skelfing hennar var svo mikil að hún gleymdi því að bíllinn hefði verið bilaður en hrökk hann þó í gang í fyrstu atrennu. Maður nokkur sem keyrt hafði útaf veginum á þessum slóðum sagði að fjárans hendurnar hefðu birst sér í skyndingu og rifið í stýrið. Eins var það þegar hjón sem sváfu í húsbíl sínum, vöknuðu eftir stuttan svefn og sáu hvar hendurnar voru að krafsa og skriðu svo um rúðuna ofan við svefnholur þeirra.
Spúkí staður og hinar hárugu krumlur gera þarna vart við sig af og til með banki og krafsi og mig langar að kíkja þangað einhvern tímann.