mánudagur, júlí 14, 2003
Ég fór á leiguna í gær og tók myndina The Ghost world með Thora Birch, Scarlett Johannson (kannast ekkert við þær gelgjur) og svo Steve Buscemi. Þetta var hrein snilld þrátt fyrir að vera svona stelpu mynd(sem ég nenni yfirleitt aldrei að horfa á). En Steve stóð sig frábærlega með leik sinn í myndinni eins og alltaf. Hann leynir á sér, strákurinn sá arna. Heyrðu svo sá ég Psycho 2, á Stöð tvö í gær og konan mín líka. Hún varð svo hrifin að ég fór og tók mynd nr. 1 til að sýna henni(ég hafði séð þá mynd áður). Mér finnast þessar myndir alveg einstakar á sviði hryllingsmynda. Það segi ég satt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli