blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

miðvikudagur, júlí 16, 2003

Ég var í vinnuni um daginn, sem reyndar er ekki frásögufærandi nema hvað að ég fór að fíflast. Ég var að leiðbeina einum frá Serbíu að tala íslensku. Einfaldar orðasamsetningar eins og Mig langar, ég þarf eða Hvað er þetta. Svo spurði ég hann hvot hann gæti sagt þetta og bunaði út úr mér: Vaðlaheiðarvegavinnuverkamannavinnuvélaverkfæravinnuskúralyklar. Hann rak upp stór augu þegar ég hafði lokið þessu langa orði en þegar hann sá hvað ég var stríðnislegur í framan, bunaði hann þessari þvælu útúr sér: Skomensisozbesisasmalusosusasmasibioskomeisa svimasasmalusosusasma og ég varð jafn kálfslegur í framan og hann þegar ég hafði saggt mitt. Eins með eitt sem einn arabinn þarna niðurfrá kenndi mér er þetta: Femusteffhemmmheddesteffhemmnehomm. Það er gaman af þessu er það ekki. Svo er Geiri stórvinur minn og frændi kominn með heimasíðu líttá

Engin ummæli: