blank'/> blank'/> +++Aldrei að hafa gaman af lífinu+++

föstudagur, júlí 11, 2003

Nei nei nei....Djöfull líst mér á það maður. Tveir dáðadrengir gengnir til liðs við LA Lakers, þeir Gary Payton og Karl Malone. Það verður sko gaman að fylgjast með þessu á næsta NBA leiktímabili maður. Þeir hljóta að verða meistarar næsta tímabil það getur ekkert annað verið. Það yrði að sjálfsögðu gaman fyrir greyið hann Malone, vegna þess að hann hefur víst aldrei fengið að fagna meistarasigri, þrátt fyrir langan feril. Þetta verða sum sé skipað af Kobe, Shaq; Payton og Malone.
Ég er svo búinn að komast að því að gosdrykkurinn Mountain Dew er aðveg snilldargóður drykkur. Hann slær kók og sbræt alveg út. Ég tek Mountain Dew alveg fram yfir þá drykki. Annars er ég búinn að vera hálf veikur í dag og í gær. Svo erum við Íris hætt við Þýskalandsferðina vegna ýmisa hluta en förum þess í stað heim í Suður-Þingeyjarsýslu, sem ég held að sé bara miklu betra. :)

Engin ummæli: