fimmtudagur, júlí 10, 2003
Hvernig ætli það sé að vera andsetinn. Svona þegar djöfullinn fer inní mann og fer að láta dólgslega við annað fólk. Ég sá mann í strætó um daginn og hann var við það að verða andsetinn. Það var afþví að hann átti í einhverjum heiftingum við einhvern í gsmsímann og talaði djöfullega við þann sem var hinumeginn á línunni. Svo steig hinn andsetni út á hlemmi eins og ég gerði og öskraði einhver blótsyði á viðmælanda sinn hástöfum og nnnnnnneeegldi símanum í gangstéttina með svo miklum látum að síminn fór í öreindir og stykkin þeyttust um allar áttir. Svo að lokum tók manni sig stöðu og sparkaði í vagninn svo að það kom rispa og dæld í hann. Svo skundaði hann í burtu en á vegi hans varð gömul lítil kona með staf og vað svolítið í vegi fyrir honum. Hann svegði sér bara framhjá gömlu konuni sem varð nærri dottin og öskraði um leið á hana"FARÐU FRÁ". Hefi ég aldrei séð andsetinn mann fyrr en nú langar mig að prófa að vera það einhvern tíma.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli